Ekki náðust samningar í makríldeilu Íslendinga og Færeyinga við Noreg og ESB. Formaður samninganefndar Íslands segir að ástæða sé til frekari viðræðna, að því er fram kemur á vef RÚV .

Fundinum lauk í hádeginu en hann hófst í gærmorgun. Þetta var óformlegur fundur formanna samninganefndanna og fulltrúa þeirra. Sigurgeir Þorsteinsson, formaður samninganefndar Íslands, segir að andrúmsloftið á fundinum hafi verið jákvætt, fundurinn uppbyggilegur og að ástæða sé til frekari viðræðna.

Næsta mál á dagskrá sé að hittast á reglubundnum strandríkjafundi í Lundúnum í lok október. Sigurgeir segist vona að til refsiaðgerða ESB komi ekki á meðan viðræðurnar séu á þessu stigi, segir ennfremur á vef RÚV.