Ekkert mun enn hafa sést til loðnu fyrir norðan land í leiðangri Hafrannsóknastofnunar. Heimaey VE og rannsóknaskipið hófu þar leit á mánudagskvöld eftir nokkrar tafir vegna veðurs.

Sú breyting hefur orðið á að togarinn Barði NK, sem var um það bil ljúka leit fyrir austan land ásamt togaranum Polar Ammassak, er nú kominn norður fyrir land og tekur þátt í leitinni þar. Veður er gott og veðurútlit ágætt og er áætlað að leiðangrinum ljúki síðan endanlega um helgina. Polar Ammasak annast það sem eftir stendur yfir austan. Eins og komið hefur fram hefur þar fundist ágætis loðna þótt ekkert sé gefið upp um magnið enn sem komið er.