Eitt norskt loðnuskip kom til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar aðfaranótt sunnudags, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Er skipið nú við leit undan NA-landi. Ekki er vitað um fleiri skip sem eru væntanleg. Norsk skip mega veiða 40.869 tonn af loðnu í íslenskri lögsögu á árinu 2014.