Samherji hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna kaupa dótturfélaga Samherja í Þýskalandi á rúmlega 20% hlut í norska sjávarútvegsfyrirtækinu Nergård sem sagt var frá hér á vefnum í gær. Þar segir að Nergård sé eitt af stærstu sjávarútvegsfélögum Noregs.
Í fréttatilkynningunni segir m.a.:
Nergaard AS á sér langa sögu í norskum sjávarútvegi og er meginstarfsemi þess veiðar, vinnsla og sala sjávarafurða. Félagið rekur m.a. fimm togara, er með starfsstöðvar á sex stöðum í Norður-Noregi en höfuðstöðvar Nergaard eru í Tromsö. Velta Nergaard hefur verið nálægt 35 milljörðum króna á ári og hafa vinnslur félagsins á undanförnum árum tekið á móti nálægt 50.000 tonnum af bolfiski og um 100.000 tonnum af uppsjávarfiski. Afurðir félagsins eru m.a. frystur og ferskur botnfiskur, saltfiskur, skreið, fryst síld, loðna og makríll.
Nánari upplýsingar um umsvif Nergård AS er að finna HÉR.
Sjá nánar á vef Samherja.