Vestmannaeyjar eru með á milli 11-13% af öllum aflaheimildum á landinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að í ljósi þessa væri eðlilegt að meiri starfsemi sem tengist stoðkerfi sjávarútvegsins væri í Eyjum.

Elliði segir að tæplega 200 manns vinni hjá Hafrannsóknarstofnun en einungis eitt og hálft stöðugildi sé í Vestmannaeyjum.

„Fjarlægð milli stoðkerfisins og sjávarútvegsins er skaðleg greininni,“ segir Elliði í ítarlegu viðtali í Fiskifréttum.