Franski arkitektinn Jaques Rougerie hefur þróað sérstakt og framúrstefnulegt skip sem á að gera vísindamönnum kleift að rannsaka lífið í sjónum jafnt á nóttu sem degi. Sjá MYNDBAND .

Skipið sem fengið hefur nafnið SeaOrbitrer er eins og geimskip á sjó. Það er vægast sagt sniðið fyrir kvikmyndir sem byggðar eru á vísindaskáldsögum eða farartæki sem smellpassar inn í mynd með James Bond.

SeaOrbitrer teygir sig um 27 metra upp fyrir sjávarflötinn en ristir 31 metra. Það er útbúið vindmyllum og sólrafhlöðum og með fremsta hátæknibúnaði.

Samkvæmt TheRegister.co.uk á að hefja smíði á SeaOrbitrer nú í vor.

Sjá einnig heimasíðu SeaOrbitrer.