Túnfiskar seljast jafnan á háu verði á mörkuðum í Japan í upphafi árs. Veitingakeðja pungaði út sem samsvaraði 73 milljónum íslenskra króna fyrir einn bláuggatúnfisk á fyrsta uppboði þessda árs á Tsukiji  fiskmarkaðinum í Tokyo. Meðalverð á kíló er sem svarar til um 340 þúsund íslenskum krónum á kíló.

Það var veitingahúsaeigandinn Kiyoshi Kimura sem nældi sér í fyrsta túnfisk ársins á uppboðinu. Hann segist tilbúinn til að leggja mikið í sölurnar til að fá túnfiskinn til að bjóða gestum veitingahúsanna. Þetta er sjötta árið í röð sem hann kaupir fyrsta túnfisk ársins.

Þótt hátt verð hafi verið greitt fyrir fiskinn í ár er það langt í frá hæsta verð sem sést hefur á fiskmarkaðinum. Metið frá 2013 stendur ennþá. Það ár var fyrsti túnfiskurinn sleginn á sem samsvarar 152 milljónum íslenskra króna.

Frá þessu er greint á vefnum nyhedsbureauet dpa.