Neta- og dragnótabáturinn Magnús SH kom til heimahafnar á Rifi um síðustu helgi eftir allsherjar endurnýjun í skipasmíðastöðinni Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi. Áætlaður kostnaður er hátt í 400 milljónir króna.

Magnús SH var í breytingum í skipasmíðastöðinni þegar eldur kom upp í skipinu í júlí í fyrrasumar. Eftir að skemmdirnar höfðu verið metnar var ákveðið í endurbyggja bátinn.

„Vélarnar sluppu í eldinum en hitt var hreinsað út þannig að núna er nánast allt aftan við brú nýtt. Auk þess voru öll tæki í brúnni endurnýjuð og skipt um margvíslegt fleira,“ segir Sigurður Valdimar Sigurðsson skipstjóri og einn eigenda bátsins í samtali við Fiskifréttir. „Báturinn er eins og nýr, - ábyggilega einn flottasti vertíðarbáturinn í flotanum, þótt ég segi sjálfur frá.“

Sjá ítarlega umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.