Einingaverð Samherja á útfluttum botnfiskafurðum frá árinu 2007 til og með ágúst 2012 var hærra en annarra útflytjenda, samkvæmt athugun IFS Ráðgjafar, sem er  þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og greininga. Könnunina gerði fyrirtækið að beiðni Samherja.

,,Greining IFS Ráðgjafar á útflutningsverði íslenskra sjávarafurða síðustu ár hnekkir þeirri fullyrðingu Seðlabanka Íslands að hann hafi komist yfir gögn sem sýni að Samherji hafi selt aðrar tegundir en karfa á undirverði. Hún er röng – eins og fullyrðing bankans um karfaverðið,” segir í yfirlýsingu forráðamanna Samherja sem birt er á heimasíðu fyrirtækisins.

Athugun IFS Ráðgjafar náði til 26 tollflokka fyrir botnfisktegundir. Á heildina litið reyndust frávik einingaverða vera 1,9% í íslenskum krónum Samherja í vil og 1,2% í evrum Sé þorskur tekinn sérstaklega var Samherji með 6,7% hærra verð í íslenskum krónum og 7.,5% hærra í evrum en aðrir útflytjendur. Ýsuverð var hins vegar svipað hjá Samherja og öðrum útflytjendum.

Sjá nánar á vef Samherja.