Mikið var um dýrðir í Grindavík í gær er Einhamar tók á móti tveimur nýjum bátum, Auði Vésteins SU og Gísla Súrssyni GK. Bátarnir eru smíðaðir hjá Trefjum ehf. Þeir eru 15 metrar að lengd og um 30 brúttótonn.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Bátarnir eru yfirbyggðir Cleopatra 50. Aðalvélin er af gerðinni Doosan og er 880 hestöfl. Fullkomið blóðgunar- og kælikerfi er á millidekki frá 3X Technology. Beitningarvél frá Mustad er um borð. Haukur Einarsson er skipstjóri á Auði Vésteins og Haraldur Björnsson á Gísla Súrssyni.