Hafrannsóknastofnun hefur skoðað prufur úr síld sem veiddist í grænlensku lögsögunni og rétt utan hennar o gniðustaðan er sú að þar var á ferðinni  norsk-íslensk síld eingöngu.

„Við höfum ekki unnið úr mikið af prufum ennþá en íslensk síld hefur ekki verið greind á þessu svæði,“ segir Guðmundur Óskarsson síldarsérfræðingur á Hafrannsóknastofnun.

Guðmundur segir jafnt í viðtali við Fiskifréttir að ekki sé til neitt sem heiti grænlensk síld. Sú tegund sé ekki til.

Sjá nánar um þetta í Fiskifréttum.