Aflaverðmæti einstakra smábáta hefur aukist verulega undanfarin ár. Á síðasta ári náði einn smábátur, Einar Hálfdáns ÍS, því að fara rétt yfir 400 milljónir króna í aflaverðmæti.
Sex smábátar skiluðu 300 milljónum krónum eða meira í aflaverðmæti á síðasta ári og 18 bátar fóru yfir 200 milljónir. Árið 2010 voru 4 bátar með yfir 300 milljónir í aflaverðmæti og 14 bátar fóru yfir 200 milljónir.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum samantekt um 50 smábáta sem skiluðu mestu aflaverðmæti 2011