Sjálfsagt er skötuselur sú fisktegund sem einna mest er leigð hlutfallslega, að því er fram kemur í frétt í nýjustu Fiskifréttum.

Á fiskveiðiárinu 2014/2015 veiddust um 1.078 tonn af skötusel miðað við afla upp úr sjó. Á sama tíma fóru fram aflamarksviðskipti með um 470 tonn milli óskyldra, eða um 44% af heildarveiðinni, samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. Meðalverð á leigukvóta í skötusel var 328 krónur á kíló. Á síðasta fiskveiðiári var aflaverðmæti skötusels um 587 milljónir króna sem gerir um 544 krónur að meðaltali á kíló upp úr sjó.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.