Sumum finnst ekki rétt mál að tala um egg fiska í sjónum og vilja heldur nota orðið hrogn í staðinn. Bæði þessi orð virðast stundum vera notuð um sama fyrirbærið sem er reyndar ekki nákvæmt orðalag.

Fiskifréttir leituðu til Björns Gunnarssonar, sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, um rétta notkun þessara orða. Björn sagði að þumalputtareglan væri sú að þegar eggin væru í hrognasekkjum, inni í fiskum, þá væri talað um hrogn. „Þegar eggin losna úr hrognasekknum út í hafið tölum við um egg. Þetta er og hefur verið viðtekin venja í sjávarlíffræði/fiskifræði. Sami háttur er viðhafður í enskri tungu og einnig hjá frændum okkar í Skandinavíu. Fiskar hrygna eggjum,“ sagði Björn Gunnarsson.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.