Í jólablað Fiskifrétta kennir margra grasa eins og jafnan áður. Hér eru nokkur efnisatriði:
BARÁTTAN VIÐ BRIMSKAFLANA. Lýður Ægisson fyrrum skipstjóri segir á glettinn hátt frá eftirminnilegum mönnum og atburðum á sjómannsferli sínum.
SLYSALEGT STRAND. Togarinn Barðinn RE, einn glæsilegasti togari Íslendinga, strandaði og eyðilagðist við Akranes árið 1931 vegna þess að gult hús í landi hafði verið málað hvítt.
SKEMMTILEGASTI TÍMINN Á SJÓ. Árni Þórðarson skipstjóri á togaranum Blue Wave segir frá veiðum við Afríkustrendur.
VÆRI EKKI HÉR TIL FRÁSAGNAR. Elías Gunnlaugsson í Vestmannaeyjum er sá eini eftirlifandi þeirra sem fyrst björguðust í gúmbát við Ísland.
ÍSLENSKIR SJÓMENN Í NOREGI. Rætt við Íslendinga sem stunda sjómennsku og útgerð í Noregi.
HELMINGUR HEIMSAFLANS AF SMÁBÁTUM. Arthur Bogason formaður LS segir frá baráttumálum Alþjóðasamtaka strandveiðimanna og fiskverkafólks sem hann hefur verið í forystu fyrir,
FJARAN VAR NYTJASKÓGUR ÍSLANDS. Grein um viðarreka að ströndum Íslands í nútíð og fortíð og mikilvægi hans fyrir Íslendinga.
FJÖRUTÍU ÁR Í KRABBA- OG SKELRANNSÓKNUM. Hafnkell Eiríksson fiskifræðingur lítur yfir farinn veg,
NEMENDURNIR FAGMENN. Sagt frá starfsemi Sjávarúvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er á Íslandi en fylgir verkefnum nemendanna eftir í löndum víða um heim.
DAUÐI VÍGDREKA. Kafli úr nýútkominni bók, Návígi á norðurslóðum, þar sem greint er frá ofsafenginni sjóorrustu við Noreg þar sem herskip bandamanna sökktu þýsku orrustuskipi með tvö þúsund manna áhöfn. Fáir komust af.