Tímarit Fiskifrétta, sem gefið er út á hverju hausti, kom út í síðustu viku. Meðal efnis:
• Heimsókn til Hornafjarðar.
Rætt við Ásgeir Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóra Skinneyjar-Þinganess og Hjalta Þór Vignisson framkvæmdastjóra þróunar- og sölumála.
Unnsteinn Þráinsson trillukarl, framkvöðull í makrílveiðum smábáta, tekinn tali.
Litið inn hjá Ómari Franssyni sem heitreykir makríl og fleira þegar ekki gefur á sjó.
• Saga og þróun fiskeldis á Íslandi. Rætt við Höskuld Steinarsson og Gunnar Davíðsson í Noregi.
• Að geyma fisk í sjó. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur ritar grein um þróun sjávarútvegsins frá upphafi kvótakerfisins til dagsins í dag.
• Túnfiskur við Ísland. Rakin saga túnfiskveiða hér við land.
• Nýjar fisktegundir við Ísland. Rætt við Jónbjörn Pálsson fiskifræðing.
• Umhverfisvæn skip. Hjörtur Emilsson skipaverkfræðingur rekur þróun skipahönnunar.
• Búsvæði á hafsbotni. Lífríki undirdjúpanna í máli og myndum.
• Byltingarkenndur bátsskrokkur. Uppfinning Rafnars ehf. vekur athygli erlendis.
* Orðaflaumur stjórnmálanna. Ingi Jóhann Guðmundsson framkvæmdastjóri Gjögurs fjallar um fyrirtækið og sjávarútvegsumræðuna.