Sjómannadagsblað Fiskifrétta kom út í dag. Meðal efnis:

Stímt á ísjaka og þrisvar á hliðina – Svaðilför togarans Mars RE árið 1968

Á hokinhala og búra - Guðbjartur Þórarinsson var togaraskipstjóri við strendur Ástralíu.

Þriðji hver maður hlaut að deyja - Örlagasaga viðgerðarskipsins Heclu á styrjaldarárunum.

Í mokfiskiríi við Namibíu - Gunnþór Sveinbjörnsson var skipstjóri á togaranum Rex þar syðra um átta ára skeið.

Skálar á Langanesi – horfið sjávarþorp þar sem áður var iðandi mannlíf.

Fasteignasali gerist trillukarl í Noregi – rætt við Sigurð Hjaltested í Finnmörku.

Sjósókn Fljótamanna fyrr á tíð – rætt við hagleiksmanninn Njörð Sæberg Jóhannsson.

Einnig er viðtal við Jón Pétursson aldraðan togarajaxl að norðan. Hagbarður Marínósson trilluskipstjóri í Bolungarvík er tekinn tali. Farið í róður með dragnótabátnum Sigurfara GK. Spjallað við Hilmar Snorrason skólastjóra um sérstöðu Íslendinga í slysavörnum til sjós. Tryggvi Sigurðsson vélstjóri í Eyjum segir gamansögur af sjómönnum og birt er uppgjör eftir vetrarvertíðina 2016 og horft til baka til vertíðarinnar fyrir 50 árum.