Páskablað Fiskifrétta kom út í dag, efnismikið að vanda. Meðal efnis:
Sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum heimsótt
- Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði, Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík og Arctic Fish á Flateyri.
Þorskanótin ógurlega - Veiðarfærið afkastamikla sem var að lokum bannað árið 1971.
Horfum á vistkerfið í heild - Rætt við Jóhann Sigurjónsson sem lætur nú af störfum sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Leyndardómar rauðátunnar - Dr. Sigrún Jónasdóttir hefur gert merka uppgötvun um lífshætti rauðátunnar.
Og margt fleira.