Páskablað Fiskifrétta kemur út í dag og er efnismikið að vanda.
Meðal efnis í blaðinu er ítarlegt viðtal við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra Vísis, um endurskipulagningu á bolfiskvinnslu félagsins. Sjá nánar frétt á öðrum stað hér á vef Fiskifrétta.
Af öðru efni má nefna:
· Viðtal við Ólaf Karvel Pálsson fiskifræðing en hann segir alvarlegt hve lítil áhersla sé lögð á vistfræðilegar rannsóknir á Íslandsmiðum.
· Viðtal við Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóra FISK Seafood á Sauðárkróki. Miklar breytingar standa yfir hjá FISK Seafood. Fyrirtækið er með nýjan ferskfisktogara í smíðum og hyggst auka landvinnslu verulega.
· Rætt við Hólmfríði Sveinsdóttur sem veitir rannsókna- og þróunarfyrirtækinu Iceprotein forstöðu. Fyrirtækið vinnur protein úr fiskafskurði sem nota á til manneldis.
· Sagt er frá upphafi loðnuveiða við Ísland.
· Bjartari er yfir rækjuvinnslu en oft áður að því er fram kemur í viðtali við Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóra Dögunar á Sauðárkróki.
· Rætt er við Steinar Skarphéðinsson trillukarl á Sauðárkróki.
· Fjallað er um rækjutegundir á Íslandsmiðum en 25 tegundir af rækjum eru skráðar í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar.