Jólablað Fiskifrétta 2014 kom út í dag. Að venju er blaðið mikið að vöxtum (88 síður) og afar fjölbreytt. Meðal efnis:

Tuttugu ára „útlegð“ – Skúli Elíasson hefur stundað veiðar sunnan frá syðsta odda Afríku og norður fyrir Svalbarða.

Á línuveiðum við Nýfundnaland – Óli Björn Björgvinsson skipstjóri á Ocean Breeze kynntist ýmsu óvæntu á Nýfundnalandsmiðum á þessu ári.

Á sandölum og ermalausum bol – Daníel Guðbjartsson stundaði veiðar á rándýrri krabbategund úti fyrir ströndum Ástralíu.

Náttúrubarnið Dáni kálfur – Hálfdán Guðröðarson úr Kálfavík í Skötufirði í Djúpi, sjómaður og veiðimaður, hefur marga fjöruna sopið.

Bjarni Sæmundsson – fyrsti fiskifræðingur Íslendinga.

Í vosbúð og vitlausu veðri – Ótrúlegar hrakfarir mótorbátsins Kristjáns árið 1940 sem var á reki í 12 daga.

Quentin Bates – sjómaður, sjávarútvegsblaðamaður og glæpasagnarithöfundur.

Börðust fyrir lífi sínu í froststormi og blindhríðarbyl – sjóslys á Reykjanesi í tímans rás.

Smábátaútgerð á Norður-Atlantshafi – Ísland, Grænland, Nýfundnaland, Færeyjar Danmörk og Noregur.

Einnig:

Upphaf frystitogaraútgerðar á Íslandi.

Þróun í hönnun og smíði uppsjávarskipa.

Doktorsnemi í sögu flottrolls.

Kafli úr bókinni Tarfurinn frá Skalpaflóa – saga kafbátskappa.

Heilsufar sjómanna – nýjar reglur innleiddar.

Vannýttar fisktegundir á Íslandsmiðum.

Og fleira.