Fiskifréttir óska lesendum sínum og viðskiptamönnum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs.

Í jólablaði Fiskifrétta kennir ýmissa grasa. Meðal efnis er þetta:

Mállaus í fyrsta túr . – Þór Einarsson skipstjóri í Chile segir frá áratuga reynslu sinni af veiðum á framandi slóð.

Frumkvöðlar í túnfiskveiðum Íslendinga. – Sveinn Rúnar Valgeirsson skipstjóri í Vestmannaeyjum rifjar upp tilraunaveiðar Byrs VE á túnfiski sem reyndist mikil þrautarganga vegna ýmissa ytri aðstæðna.

Fylltum okkur í hvelli . – Kristbjörn Árnason skipstjóri á Sigurði VE segir frá óvenjulegum loðnuveiðum við Nýfundnaland árið 1975.

Hefur áhyggjur af framtíð loðnuveiða . – Viðtal við Guðlaug Jónsson skipstjóra á Venusi NS um sjómannsferilinn, uggvænlegar horfur í loðnuveiðum og skort á rannsóknum vegna fjársveltis Hafrannsóknastofnunar.

Háskaveiðar. – Krabbaskipstjóri í Alaska segir frá þátttöku sinni í sjónvarpsseríunni Deadliest Catch, áhuga á umhverfismálum og veiðum á þorski í gildrur.

Þetta er afætukerfi. – Eymar Einarsson á Akranesi kveðst hafa hrakist úr hverjum veiðunum af öðrum vegna stjórnvaldsaðgerða.

Hvetur til stóraukinna veiða á vetrarvertíð .  – Grétar Þorgeirsson skipstjóri er gagnrýninn á aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar.

Af öðru efni má nefna að Fiskifréttir brugðu sér í róður með Gullhólma SH fyrir norðan á aðventunni; rætt við Guðmund J. Óskarsson fiskifræðing um f ramtíðarhorfur í uppsjávarveiðum ; tvö mannskæð sjóslys á jólanótt fyrir þrjátíu árum; ótrúlegar hrakningar skipbrotsmanna á póstskipinu Phönix sem strandaði í Miklaholtshreppi á ofanverðri nítjándu öld; og margt fleira.