Danir fengu að berja augum dýrustu lystisnekkju í heimi er skipið Katara kom til hafnar í Aarhus nú á dögunum. Fréttamenn TV 2 voru mættir á vettvang og mynduðu skipið. Sjá myndband .

Snekkjan er risastór og dýrasta skip sinnar tegundar. Það kostaði sem samsvarar 38 milljörðum íslenskra króna.

Katara var smíður í Þýskalandi árið 2010. Vélin er 26 þúsund hestöfl, skipið er 124 metrar að lengd og 65 manns eru í áhöfn. Til samanburðar má geta þess að Kristina EA, stærsta fiskiskip í íslenska flotanum, er 105 metrar að lengd.

Katara er í eigu eins af ríkustu mönnum heims Tamin bin Kamad Al Thani, emírsins í Qatar.