Það er langt síðan rækjuverði hefur verið jafnhátt og það er nú er haft eftir talsmanni norsku fisksölusamtakanna í norskum fjölmiðlum.

Norskir fjölmiðlamenn tóku sig til og leituðu að dýrustu rækjunni í landinu á miðri sumarvertíðinni þegar eftirspurnin er hvað mest en framboðið lítið. Dýrasta rækjan fannst hjá einni fisk- og skeldýrabúð í Bergen. Þar var frosin Grænlandsrækja seld á 300 krónur kílóið (um 6.100 ISK) og fersk rækja frá Finnmörk var á sama verði. Fisksalinn sagði að fólk hikaði ekki við að kaupa rækjuna þrátt fyrir hátt verð.

Dýrustu fiskbúðirnar í Osló og Þrándheimi seldu rækjuna á 249 krónur kílóið (rúmar 5 þúsund ISK).