Beðið hefur verið í nokkur ár eftir að fá grafskip til Eyja. Segir frá því á vefmiðlunum Eyjar.net að vonir standi til þess að það komi í lok þessa árs. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar í síðustu viku.
Fram kemur í fundargerð að bæði eigi að fara í að grafa veituskurð sem og að dýpka samkvæmt afstöðumynd sem sjá má hér að neðan.
Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri lagði til að samið yrði við Hagtak og samþykkti ráðið það og einnig það dýpkunarsvæði sem lagt var til skv. afstöðumynd.
Samið á grunni verðkönnunar
„Við reiknum með að það eigi að dýpka rúmlega 45 þúsund rúmmetra og mun þetta líklega taka um 12 daga miðað við að hægt sé að dýpka 4000 rúmmetra á dag.
Það er einn verktaki sem á svona græjur á Íslandi og var samið við hann á grunni verðkönnunar sem var gerð árið 2022 þegar fyrsti átti að fara í dýpkun hér innan hafnar.“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir í samtali við Eyjar.net um væntanlega dýpkun.
