Náðst hafa í fyrsta sinn myndir af dularfullum djúpsjávarfiski sem lifir á 500 til 1000 metra dýpi í Mexíkóflóa. Fiskur kallast árarfiskur (oarfish) vegna lögunar sinnar sem er ekki ólík árarblaði. Fiskurinn getur orðið hátt í tíu metra á lengd og hefur einstaka sinnum rekið á land dauður.