Súlan er stór og glæsilegur fugl og er hún stundum kölluð drottning Atlantshafsins. Við veiðar stinga súlur sér úr mikilli hæð niður í hafflötinn til að ná sér í fisk.

Atferlið kallast súlukast og er það tignarleg sjón eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.