Á árinu 2012 fækkaði samþykktum undanþágum til réttindastarfa á sjó um 10% frá því árinu áður, 17% á árinu 2011, 9% á árinu 2010 og 17% á árinu 2009. Ástæður þessa eru fyrst og fremst þær að nú er síður skortur á réttindamönnum, enda er aðeins heimilt að veita undanþágur þegar skortur er á réttindamönnum til starfa.
Þetta kemur fram á vef Siglingastofnunar Íslands. Margir skipstjórnar- og vélstjórnarmenn hafa endurnýjað atvinnuskírteini sín og komið aftur til starfa til sjós, en aðrir hafa leitað sér menntunar eða bætt við sig skipstjórnar- og vélstjórnarmenntun, þar með taldir þeir sem starfað hafa áður á undanþágum. Þá má gera ráð fyrir að fleira ungt fólk afli sér menntunar í skipstjórn og vélstjórn.
Fyrir hrun var algengt að erlendir hásetar og vélstjórar leituðu fyrir sér um störf á íslensk fiskiskipum í gegnum áhafnaleigur, það hefur breyst og heyrir nú til undantekninga, segir í fréttinni.
Sjá nánar tölur um undanþágur á vef Siglingastofnunar.