Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að dregið verði verulega úr þorskveiðum í Eystrasalti en gefinn verði út aukinn síldveiðikvóti fyrir árið 2015. Tillagan byggir á vísindaráðgjöf sem leggur út frá því að á sama tíma og þorskstofninn hafi minnkað mikið á undanförnum árum hafi síldarstofninn stækkað.

Þorskurinn í Eystrasalti er magur og vaxtarskilyrði slæm vegna versnandi aðstæðna í umhverfinu og minni átu. Ógerlegt er af þessum sökum að leggja nákvæmt mat á stofninn. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur að þessum sökum lagt til að horfið verði frá langtíma nýtingarfyrirkomulagi á báðum stofnum, sem hefur verið við lýði allt frá árinu 2007, svo unnt verði að grípa til róttækari aðgerða.

Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með eftirfarandi aflahámarki fyrir árið 2015:

Þorskur á vestursvæði Eystrasalts: 53% samdráttur (heildarafli 8.793 tonn)

Þorskur á austursvæði Eystrasalts: 56% samdráttur (heildarafli 29.085 tonn)