Fiskur sem á ensku kallast „spook fish“ og gæti útlagst sem draugafiskur á íslensku er með furðulegri fiskum. Hann er með stóra ugga, lítinn kjaft og nánast gegnsæjan haus. Augun sem að öllu jöfnu beinast upp á við í leit að bráð eru staðsetti í vökvabaði innan við gegnsæja himnu framan á hausnum.
Talið er að með þessum furðulegu augum geti fiskurinn sem lifir á 600 til 800 metra dýpi úti af ströndum Kaliforníu í Norður-Ameríku greint meiri birtu og um leið bráð á svo miklu dýpi.
Sjá myndbankd af kvikindinu HÉR