Köngulær sem veiða sér fisk til matar með því að lama hann með eitri eru enn algengai en áður var talið, að því er fram kemur í nýrri rannsókn.

Í grein sem byggir á rannsókninni og birt var í vikunni kemur fram að af 109 ættum köngulóa búa átta tegundir yfir getu til þess að veiða og drepa fisk.

Skæðustu köngulærnar á þessu sviði bera latneska heitið pisauridae. Þær „geta synt, stungið sér í vatn og gengið á yfirborði vatns,“ segir í skýrslunni sem samin er af Martin Nyffeler við Háskólann í Basel í Sviss og Bradley Pusey við Háskólann í Vestur-Ástralíu.

Köngulærnar gera bráðinni fyrirsát á grynningum, ráðast á hana og lama með eitri.

Stærsti fiskurinn sem vitað er til að könguló hefur veitt sér til matar var níu sentimetra langur. Dráparinn var pisaurid könguló.