Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að vernda grunnslóð í Önundarfirði, Hrútafirði/Miðfirði, Húnafirði, Skagafirði og Seyðisfirði/Loðmundarfirði með því að banna dragnótaveiðar innan tiltekinna svæða í þessum fjörðum.

Er þetta í samræmi við tillögur sem kynntar voru þann 30. apríl 2010. Verður aðgerðum þessum fylgt með sérstökum rannsóknum á fiskgöngum og vistfræði. Ráðherra hefur því undirritað reglugerð um bann við dragnótaveiðum sem mun taka gildi frá og með 7. júní 2010 og gilda til 6. júní 2015 í fyrstu.

Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins. Þar fylgir samantekt um andstæð sjónarmið hagsmunaaðila.  Sjá HÉR