Gallup hefur gert skoðunarkönnun fyrir fréttavefinn vp.fo um afstöðu Færeyinga til hins nýja fiskveiðifrumvarps færeysku stjórnarinnar sem kynnt var í síðustu viku. Þar er gert ráð fyrir að sóknardögum verði skipt út fyrir fasta kvóta á hvert skip og að hluti veiðiheimildanna verði boðinn upp.
Spurt var: Ertu fylgjandi fiskveiðifrumvarpi stjórnarinnar eins og það liggur fyrir?
40% þeirra sem spurðir voru sögðu nei, 21% sögðu já. Fjórðungur svarenda sagðist ekki þekkja efni frumvarpsins og 14% voru óákveðnir.