Þrjú dönsk skip hafa verið á loðnuveiðum í grænlensku lögsögunni að undanförnum auk norskra skipa.
Eitt þeirra, Ruth, er nú á leiðinni til Neskaupstaðar með 1.900 tonna afla. Skipið var fjóra sólarhringa á miðunum og fékk aflann í níu köstum.
Siglingin til Neskaupstaðar tekur 26 klukkustundir.
Þetta kemur fram á færeyska vefnum portal.fo