Rannsóknir við háskólann í Kaupmannahöfn benda til að DNA sem finnst í hafi geti hjálpað mönnum að fylgjast með fiski- og hvalastofnum í sjónum. Danirnir vilja meina að í hálfum lítra af sjó finnist nægt erfðaefni  til að grein hvaða tegundir finnist á svæðinu þar sem sýnið er tekið og jafnvel í hvaða magni.

Aðferðin byggir á þeirri hugmynd að sjávarlífverur skilji eftir DNA í umhverfinu og að með því að taka sýni megi hæglega sjá hvaða lífverur lifi á ákveðnum svæðum.

Eldri rannsóknir sýna að finna má leifar lífvera í fersku vatni og ekkert sem mælir gegn því að beita sömu í sjó að sögn dönsku rannsóknamannanna. Við greiningu á DNA í hálfum lítra af vatni fannst erfðaefni úr fimmtán ólíkum tegundum fiska. Sýnin sem greind voru reyndust vera jafnt úr stórum og litlum fiskum, algengum og sjaldgæfum.

Næsta skref í rannsókninni verður að finna leiðir til að áætla magn tegunda út frá erfðaefninu sem finnast í hverju sýni.