David Milliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands heimsótti Fiskistofu í ferð sinni til Íslands, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, og Þorsteinn Hilmarsson, forstöðumaður upplýsingassviðs, kynntu fyrir honum helstu einkenni fiskveiðistjórnkerfisins á Íslandi. Gestinum þótti vel að málum staðið í þessum efnum hérlendis. Hann hafði sérstakan áhuga á hvernig staðið er að eftirliti og samningum um sameiginlega stofna á alþjóðlegum hafsvæðum í Norður-Atlantshafi.