"Það hefur verið frekar dauft yfir makrílveiðunum hingað til," sagði Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Venusi NS þegar Fiskifréttir ræddi við hann í gær, miðvikudag. "Þetta er ekki alveg eins og við viljum hafa það. Hölin eru frekar lítil og stundum þarf að draga lengi. Að auki er aflinn svolítið sildarblandaður."

Venus landaði tæpum 600 tonnum á Vopnafirði í fyrradag eftir tvo sólarhringa á veiðum en aflinn fékkst úti af Stokksnesgrunni. "Mest höfum við fengið 200 tonn í hali en annars er aflinn mikið 80-100 tonn. Þetta er æði blettótt. Stundum fær einn bátur hundrað tonn og svo er ekkerrt meira að hafa þar."

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.