Bandaríski sjónvarpsþátturinn Deadliest Catch hefur notið mikilla vinsælda í sjónvarpi árum saman. Þar er fylgst með sjómönnum á krabbaveiðum í Bergshafi úti fyrir ströndum Alaska sem láta ekki veðravítið þar um slóðir trufla sig við vinnu sína.
Í þessu myndbandi hafa verið klipptir saman bútar úr þessum þáttum þar sem sjómennirnir halda áfram vinnu þótt brimskaflarnir gangi yfir skipið.