Yfirvöld rannsaka nú hvers vegna mikið af rauðri rækju hefur rekið á land í vogi nokkrum í Bio Bio héraðinu í Chile. Lögregluyfirvöld hafa verið kölluð til ef vera kynni að þessa uppákomu megi rekja til saknæms athæfis.
Fiskimenn á svæðinu grunar að rækjudauðann megi rekja til starfsemi orkuvera sem noti sjó til kælingar. Sérfræðingar telja hins vegar að dauði rækjunnar kunni að tengjast hitastigi sjávar eða súrefnismagni í sjó.
Sjávarútvegsvefurinn fis.com greinir frá þessu.