Í desember síðastliðnum var gengið frá samkomulagi um opinbera styrki í sjávarútvegi í Danmörku á árinu 2010.
Heildarupphæðin er tæpar 300 milljónir króna danskar (tæpir 7 milljarðar ísl. kr.) að meðtöldum styrkjum frá ESB. Styrkirnir skiptast á milli fiskveiða og vinnslu og fiskeldis.
Lögð verður áhersla á að styrkja sjálfbærar veiðar, auka rekjanleika og bæta gæði.
Þá verða settar 17 milljónir danskar í “grænt” fiskeldi sem notar háþróaða tækni til endurnýtingar við framleiðsluna.