Danskir fiskimenn (Danmarks Fiskeriforening) krefjast þess að ríkisstjórnin og ESB stoppi innflutning á fiski og fiskafurðum frá Noregi eftir að enn einar viðræður Noregs og ESB um fiskveiðisamning báru ekki árangur, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum.

Danskir sjómenn saka Norðmenn um að draga lappirnar í árlegum samningaviðræðum um kvóta og veiðar í Skagerrak og Norðursjó. Þeir gagnrýna Norðmenn fyrir að blanda makríldeilunni inn í þessar viðræður. Bátar í vesturjóskum höfnum hafa legið í höfn meira eða minna í 10 vikur þar sem samningur við Noreg hefur ekki náðst. Tekjutap þeirra er um 500 þúsund krónur á viku (um 10 milljónir ISK).