Smokkfiskur er skepna sem mikið er af í norðurhöfum en lítið er nýtt og margt er á huldu um. Á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar er birt skemmtilegt myndband af smokkfiski sem dansar um á Moskenesgrunni utan við Lófóten í Norður-Noregi.
Smokkfiskur er mikilvæg fæða hvala, sela, fisks og sjófugla. Magasýni benda til þess að búhvalir éti um hálfa milljón tonna af smokkfiski á norsku hafsvæði á hverju ári. Þar af leiðandi hafa norskir vísindamenn hugleitt hvort hægt sé að nýta þessa tegund en vandinn er sá að lítið er vitað um útbreiðslu og magn smokkfisksins í lögsögu Noregs. Meðan fiskurinn er ungur heldur hann sig í efri lögum sjávar en fullorðinn er á 200-3.0000 metra dýpi.
Af hryggleysingjum er heilinn í smokkfiski sá þróaðasti og tegundin getur bæði munað og lært. Þannig er hægt að kenna smokkfiski að opna ölflöskur, leika sér með bolta og rata út úr völundarhúsi.
Sjá myndbandið af dansandi smokkfiskinum HÉR .