Á tímabilinu janúar til september í ár var aflaverðmæti danskrar útgerðar tæpir 2,2 milljarðar DKK (um 45 milljarðar ISK) sem er 32% aukning miðað við sama tímabili í fyrra.
Landað var 613 þúsund tonnum sem er 3% meira magn en á sama tíma í fyrra.
Aflaverðmæti sjávarfangs til manneldis var 229 milljónum minna á tímabilinu en í fyrra og nam 1.460 milljónum.
Aflaverðmæti bræðslufisks nam 675 milljónum sem er um 80% aukning verðmæta miðað við sama tíma í fyrra. Veiðar á sandsíli skiluðu 472 milljónum sem er 78% aukning og brislingur skilaði 102 milljónum sem er 8% aukning frá í fyrra.
Heimild: www.fiskerforum.dk