Sjávarútvegsráðstefnan 2015 verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu dagana 19.-20. nóvember næstkomandi. Dagskrá ráðstefnunnar hefur verið birt og er hún fjölbreytt að vanda.
Meðal annars er fjallað um heimsframboð á fiski, auðlindagjöld, hráefnismeðferð, markaðssetningu, fiskeldi, umhverfisvottun og umhverfisvernd, togveiðar, samfélagsábyrgð, ferskfiskútflutning, þátttöku kvenna í sjávarútvegi og margt fleira.
Þá verða að venju afhent verðlaun fyrir bestu framúrstefnuhugmyndina.
Sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar HÉR