Togarinn Cuxhaven í eigu Deutsche Fischfang Union (DFFU) landaði öðru sinni á Akureyri í gær, alls tæpum 300 tonnum af þorski sem fer í vinnslu hjá Samherja á Akureyri og Dalvík. Cuxhaven er á veiðum á Austur-Grænlandsmiðum. Þetta er önnur löndun Cuxhaven á skömmum tíma á Akureyri. Í síðustu viku landaði hann svipuðum skammti og nokkrar landanir voru líka í janúar. Áætlað er að Cuxhaven landi aftur á Akureyri í næstu viku.