Deutsche Fischfang Union GmbH (DFFU) í Cuxhaven, Þýskalandi, á og gerir út frystitogarann Cuxhaven NC 100. DFFU er í 100% eigu Alda Seafood í Hollandi. Skipið var smíðað árið 2017 af Myklebust skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipverjar eru frá Þýskalandi, Portúgal og Íslandi. Skipstjórar á Cuxhaven NC eru Hannes Kristjánsson og Sigurður Helgi Védísarson. Cuxhaven NC er við veiðar á grálúðu á Austur-Grænlandi og landar reglulega á Íslandi þar sem sölufélagið Ice Fresh Seafood annast sölu á afurðum skipsins. Asía er mikilvægur markaður fyrir grálúðu og er stór hluti afurðanna seldur þangað.