Liðlega 488.000 tonn af eldisfiski voru flutt út frá Chile á síðasta ári að verðmæti jafnvirði 2,9 milljarða bandaríkjadala eða jafnvirði 368 milljarða íslenskra króna.
Tæplega helmingur útflutningsins eða 228.000 tonn var atlantshafslax, um 29% eða 141.000 tonn voru regnbogasilungur og afgangurinn eða 119.000 tonn voru fisktegundin coho.
Japan er mikilvægasti útflutningsmarkaður Chile fyrir eldisfisk og nam salan þangað um 40% af heild í fyrra, en 22% fóru til Bandaríkjanna og 14% til Brasilíu.
Um 30 þúsund manns starfa í eldisfyrirtækjum í Chile, en þau eru einkum staðsett í suðurhluta landsins.
Eldisfyrirtæki í Chile fóru afar illa út úr laxasjúkdómnum ILA sem kom upp árið 2007. Það hefur tekið fyrirtækin mörg á að jafna sig á því áfalli en talið er að laxeldið muni ná fyrri styrk , um 400.000 tonna framleiðslu, á þessu ári.