Bylting er að eiga sér stað í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja. Eftir 2014 er áætlað að aðeins ein verksmiðja verði eftir sem notar ekki rafmagn sem aðalorkugjafa, að því er fram kemur í nýjustu Fiskfréttum.

Rafvæðingin stuðlar að meiri hagkvæmni í rekstri, umhverfisvænni framleiðslu, minni mengun og síðast en ekki síst að nýtingu á innlendri orku í stað innfluttrar.

Á Íslandi eru reknar 11 fiskimjölsverksmiðjur vítt og breytt um landið. Á árinu 2012 nam orkureikningur verksmiðjanna rúmum 2,8 milljörðum króna. Þar af var svartolía og önnur olía tæpir 1,9 milljarðar króna og rafmagn tæpar 960 milljónir króna.

Sem dæmi um þróunina síðasta áratug má nefna að árið 2003 voru 73% af orku sem fiskimjölsverksmiðjur notuðu framleidd með olíu en 27% með rafmagni. Hlutur olíu hefur nú lækkað smám saman og var kominn niður í 53% árið 2012. Þróunin er enn örari á þessu ári og því næsta. Því er spáð að hlutur olíu verði kominn niður í 15% á árunum 2014 og 2015.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.