Í lok þessa árs verður Vísir kominn með tvær tölvustýrðar bitaskurðarvélar frá Marel í nýtt fiskiðjuver sitt í Grindavík. Þær munu framleiða samtals 500 bita á mínútu sem jafngildir 250 matarskömmtum miðað við tvo bita á hvern disk. Það samsvarar fjórum matarskömmtum á sekúndu. Komið hefur í ljós að hægt er að auka verðmæti flakanna sem skorin eru í vélinni um 10% miðað við að skera þau með hefðbundnum hætti.

„Þetta er í mínum huga ekkert annað en bylting í líkingu við það þegar flökunarvélarnar komu til sögunnar,“ sagði Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í erindi á Sjávarútvegsdeginum 2015 í Hörpu nýlega.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

HÉR má sjá myndband af skurðarvél Marel sem þróuð hefur verið í samstarfi við Vísi.