Bylgja VE 75 landaði í morgun í Reykjavík en skipið hafði verið að veiðum úti fyrir Reykjanesi. Afraksturinn að þessu sinni voru 140 kör og sagði Óskar Matthíasson skipstjóri að uppistaðan hefði verið karfi. Hann sagði að Bylgjan landaði reglulega í Reykjavík þegar þannig stæði á. Jón Páll Ásgeirsson var á vappinu á höfninni þegar byrjað var að landa úr skipinu í morgun og tók meðfylgjandi myndir.

Löndun úr Bylgjunni, alls 140 kör, mestmegnis karfi.
Löndun úr Bylgjunni, alls 140 kör, mestmegnis karfi.