Á næsta ári er ráðgert að hefja eldi á senegalflúru í strandstöð á Reykjanesi. Stefnt er að því að byggja þar upp 2 þúsund tonna eldi á 5 til 7 árum. Framkvæmdirnar eru með stærri erlendum fjárfestingum hér á landi frá hruni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Eitt af leiðandi og áhugaverðustu fiskeldisfyrirtækjum í heimi, alþjóðlega fyrirtækið Stolt Sea Farm, stendur að þessum framkvæmdum. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga stöðvarinnar, sem skilar 500 tonna framleiðsla, í notkun strax í júní á næsta ári. Væntanlega verður hægt að taka annan áfanga í notkun eftir 5 til 7 ár.
Sengalflúra er lítt þekkt fisktegund hér á landi enda er um heitsjávarfisk að ræða. Tiltölulega skammt er síðan farið var að nota þessa tegund í fiskeldi. Senegalflúra er verðlögð á 17 til 25 evrur á kílóið út úr búð erlendis, eða um 2.700 til 4.000 krónur íslenskar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum .